Náttúrurannsakandinn
Skemmtilegt sett frá Thames & Kosmos fyrir ungt áhugafólk um lífríkið í nærumhverfi sínu. Geturðu þekkt dýr af fótsporum þess? Hve mörg dýr búa í garðinum þínum? Til hvers eru ormar? Með þessu setti er hægt að gera 11 mismunandi tilraunir sem svara m.a. þessum spurningum og kenna börnum um dýr með því að skoða ummerki, spor, hegðun, heimkynni þeirra o.fl. Einnig fylgir kunnáttuhjól sem hægt er að nota til að prófa sjálfan sig og aðra í hve mikið af lærdóminum hefur fest í kollinum. Hentar bæði sem námsgagn og til áhuganota.