Clicformers Construction Set 74 pcs
Frábært 74 bita Clicformers sett fyrir iðnaðarmenn framtíðarinnar. Inniheldur 49 grunnbita ásamt 25 aukahlutum. Smellpassar til að byggja ýmis konar farartæki og vinnuvélar, s.s. ýtu, gröfu, steypubíl o.fl. Leiðbeiningar fyrir öll vinnutækin fylgja en með smá ímyndunarafli er hægt að byggja sínar eigin útgáfur.
Clicformers Construction vörulínan inniheldur sett í ýmsum stærðum með byggingarvinnu-og iðnaðarþema. Með þeim má byggja hvers konar vinnuvélar, farartæki og verkfæri sem þörf eru á þeim starfsvettvangi. Hægt er að fylgja leiðbeiningum eða eigin hönnun.
Clicformers eru skemmtileg og litrík byggingarleikföng fyrir börn, 4 ára og upp úr, frá Belgíska framleiðandanum Clics Toys. Með þeim er hægt að smella, stafla, krækja og fella saman. Þessi frábæru smelluleikföng eru þroskandi og hafa lærdómsgildi og auðga ímyndunarafl barna. Börnin læra að fara eftir leiðbeiningum, þekkja liti og þjálfa rýmisgreind og fínhreyfingar. Clicformers eru leikföng sem vaxa með barninu því alltaf er hægt að búa til flóknari og meira krefjandi verkefni. Hægt er að nota Clicformers og Magformers sett saman.



