Handpuppets Sewing Set
Skemmtilegt handavinnusett frá Goula fyrir börn. Inniheldur efni og áhöld til þess að búa til tvær handbrúður í formi fíls og ljóns. Fyrst þarf að sauma saman útklipptu feltbútana til að mynda líkamana og fylla með troði. Síðan þarf að líma augu, eyru, nef, föt o.fl. á félagana. Þá eru þeir tilbúnir í brúðuleikhúsið!
Goula er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1942 og sérhæfir sig í vönduðum og fallegum leikföngum úr hágæða efnum fyrir börn á öllum aldri.