Vandaður og flottur, stílhreinn kassagítar úr ljósum viði frá Lexibook. Gítarinn er 91 cm á lengd og honum fylgja ól, nögl og leiðbeiningar sem fara yfir undirstöðuatriðin í gítarleik (á ensku). Einnig fylgir taska til að bera og geyma gítarinn í. Frábært hljóðfæri fyrir stálpaða krakka og unglinga sem eru að uppgötva sinn innri tónsnilling eða endurnýja eldri hljóðfæri.
Lexibook framleiðir aðallega margvísleg raftæki fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en einnig leikföng og hljóðfæri fyrir börn með þekktum merkjum, s.s. Disney, Marvel, Barbie og Paw Patrol.