Dominaria gerist í samnefndri vídd þar sem stríð hefur geysað og grær nú sára sinna. Gideon og Liliana koma til Dominaria með það verkefni að sigrast á demónanum Belzenlok.
Dominaria er 78. viðbótin við Magic The Gathering söguheiminn en er ekki hluti af viðbótarblokk eins og margar aðrar. Hver booster pakki inniheldur 15 spil sem hægt er að nota til að styrkja stokkinn sinn og hver veit nema í pakkanum leynist sjaldgæft spil eða premium spil.
Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.