Modern Horizons 2 er spilað í svonefndu modern formatti en fylgir ekki söguþræði.
Hefð er fyrir forsöluviðburðum þegar ný MTG sett koma út í standard formatti en Modern Horizons 2 er fyrsta non-standard settið tengt slíkum viðburðum. Í tengslum við þá gefur WoC út forsölupakka sem inniheldur 6 draft booster pakka, 5 tvíhliða token spjöld, 1 rare/mythic rare spil, stokkabox og lífsteljara.
Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.



