Pieces of History: The Pirates 1000 pcs
Flott 1000 bita púsl frá Jumbo með mynd eftir listamanninn Rob Derks sem vinnur í stúdíói Jan Van Haasteren og gerir frábærar skopteikningar eins og lærimeistari sinn. Brot af sögunni er myndasería þar sem ýmsir atburðir úr sögunni eru sýndir í kostulegu ljósi.
Hér sjást sjóræningjar undir stjórn skipstjórans Svartskeggs berjast við rauðfrakkana, þ.e. breska herinn. Sjórán voru algeng iðja á tímabilinu á milli 1650 og 1730 í suðurhöfum, í Karíbahafinu og Kyrrahafinu, þegar skip frá breska Austur-Indía Félaginu voru oft fórnarlömbin. Svartskeggur var raunverulegur sjóræningi sem hét réttu nafni Edward Teach og var skæður á skipi sínu Hefnd Önnu Drottningar snemma á 18. öld en hann var drepinn árið 1718. Hinn ógnvænlegi risa kolkrabbi Kraken er hins vegar mjög líklega ýkjur einar þótt sögur af honum hafi farið víða.