Lítið, sætt, hvítt 31 nótna hljómborð frá Lexibook sem lítur þó út eins lítill flygill. Á nótunum eru ljós sem kvikna þegar ýtt er á þær. Hægt er að velja mismunandi takta,trommuhljóð og lög til að spila með, og einnig að taka upp og spila upptökur. Þá eru á hljómborðinu stillingar sérstkalega ætlaðar til að læra að spila. Hægt að tengja við snjalltæki. Með fylgir hljóðnemi. Stærð (flygillinn opinn): 31 x 29 x 35 cm. Gengur fyrir 4 AA rafhlöðum (ekki innifaldar).
Lexibook framleiðir aðallega margvísleg raftæki fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en einnig leikföng og hljóðfæri fyrir börn með þekktum merkjum, s.s. Disney, Marvel, Barbie og Paw Patrol.