Fallegt 300 bita púsl frá Educa með mynd frá Manarola sem er næstminnsti bærinn á Cinque Terre svæðinu á Ítalíu sem er þekkt fyrir litla, litríka, fallega bæi í hæðum við ströndina á ítölsku riveríunni. XXL púslin frá Educa eru með fáum en stórum bitum og púslast í sömu stærð og hefðbundin 1000 bita púsl. Þau eru ætluð öldruðum eða þeim sem eru sjóndaprir en geta auðvitað einnig hentað þeim sem yngri eru. Púsluð stærð er ca. 68 x 48 cm.
Educa Borras er einn þekktasti spila-og leikfangaframleiðandi Spánar en forveri þess, Borras Plana, var stofnaður árið 1894. Í dag er fyrirtækið leiðandi í framleiðslu á vönduðum spilum, púslum, leikjum og töfrabrelluboxum.