MtG: Ikoria Lair of Behemoths Bundle ,

Í hinum svikula heimi Ikoria, berjast risavaxnar skepnur til dauða á meðan mannverur fela sig neðst í fæðukeðjunni – í endalausum ótta við þessar tröllauknu verur fyrir utan veggina og mennsku svikarana sem telja skrímslin misskilin. Munt þú berjast við skrímslin til að vernda heimkynni þín eða ganga í lið með þeim? Ikoria: Lair of Behemoths er 84. viðbótin við Magic the Gathering heiminn.

Bundle pakkinn inniheldur 10 booster pakka, 80 grunnlandsspil og fleira sem gerir leikmönnum kleift að komast inn í söguheiminn með endurbættum stokk.

Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.

Aldur:
Hönnuður:
Innihald:
• 10 booster pakkar
• 1 spilabox
• 1 leiðarvísir með spilayfirliti
• 80 grunnlandsspil
• 1 lífsteljari
• 2 yfirlitsspil