Getur þú raðað rétt niður í tíma?
Var dósaflipinn fundinn upp á undan eða eftir ljósaperunni? Jæja, að minnsta kosti eftir gleraugunum… ekki satt? Og kom hann fram einhvern tímann á milli ritsímans og símans? Þegar Tímalína er spiluð eru einmitt svona spurningar sem þú munt spyrja sjálfan þig í hvert sinn sem þú leggur niður spil. Það er aðeins eitt markmið: Að vera fyrsti leikmaðurinn til að spila út öllum spilunum sínum rétt.
Tímalína er spil sem er einfalt að læra:
- Veldu eitt spila þinna
- Giskaðu á dagsetninguna og leggðu spilið á réttan stað
- Athugaðu hvort þú hafðir rétt fyrir þér