Chicken Race
Einfalt og skemmtilegt spil frá Janod fyrir 2-4 leikmenn, 3 ára og eldri. Hentar vel sem fyrsta borðspil barns og þjálfar það í notkun tenings og peða. Markmiðið er að hænurnar komist yfir hindranir til að sleppa sem lengst frá hænsnakofanum án þess að bóndinn gómi þær.