Magic The Gathering booster pakki sem er hluti af 18. grunnsettinu, þekkt sem Core 2019, og inniheldur bæði ný og endurprentuð spil og eru tilvalinn fyrir nýja leikmenn til að mynda stokk. Söguþráðurinn snýst um uppruna aðalandstæðingsins í nýjasta söguþræðinum, Nicol Bolas.
Hver booster pakki inniheldur 15 spil sem hægt er að nota til að styrkja stokkinn sinn og hver veit nema í pakkanum leynist sjaldgæft spil eða premium spil.
Í Magic The Gathering safnkortaspilinu ert þú Planeswalker; einn af kröftugustu galdramönnunum alheimsins og annara tilverustiga. Með hjálp hinna voldugu spila magnar þú seið, laðar til þín ýmsar kynjaverur og býrð þær til baráttu gegn öðrum galdramönnum með það að markmiði að ná lífsstigum andstæðingsins niður í 0 og slökkva lífsneistann.



