Skottulæknarnir í Quedlinburg: Jurtanornirnar Expansion
Viðbót við hið skemmtilega spil The Quacks of Quedlinburg. Inniheldur íhluti fyrir fimmta leikmanninn. Eins og í grunnspilinu reyna leikmenn að brugga töfradrykki með ákveðnum hráefnum sem þeir draga en þurfa að gæta sín á að ganga ekki of langt og seiðpotturinn springi. Viðbótin gerir leikmönnum kleift að ákalla jurtanornirnar þrisvar sinnum í leiknum. Hver nornarlitur hefur eiginleika sem nýtist á mismunandi tímapunktum í spilinu. Spilast með The Quack of Quedlinburg grunnspili.



